KIA

Fæðingum á Akureyri hefur fækkað

Fæðingum á Akureyri hefur fækkað

Fæðingum á Akureyri hefur fækkað upp á síðkastið á sama tíma og íbúum bæjarins hefur fjölgað. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Þar segir að ef heldur fram sem horfir muni nemendum í grunnskólum bæjarins fækka um 200 á næstu fimm árum.

Karl Frímannson, sviðsstjóri á Fræðslusviði Akureyrarbæjar segir í samtali við Morgunblaðið að þessi þróun hafi komið í ljós vegna endurskoðunar á þjónustu bæjarins í leikskólum.

„Stefnt er að því að taka 12 mánaða börn inn í leik­skól­ana á næstu árum en þrátt fyr­ir það mun heild­ar­fjöld­inn ekki aukast frá því sem nú er vegna fá­menn­ari ár­ganga. Áhrif­anna fer hins veg­ar að gæta í grunn­skól­un­um inn­an fimm ára ef fram held­ur sem horf­ir og stefn­ir í að heild­ar­fjöld­inn fari úr 2.700 börn­um í 2.500 börn á þeim tíma,“ seg­ir Karl í Morgunblaðinu.

UMMÆLI