Fækkun á ferðamönnum á tjaldstæðum Akureyrar í júní

Frá tjaldstæðinu á Hömrum við Kjarnaskóg. Mynd: tjalda.is

Helmingi færri tjölduðu á tjaldstæðum Akureyrar í júnímánuði í ár heldur en í sama mánuði í fyrra og er sömu sögu að segja af nágrannabæjarfélögum á Norðurlandi en þetta kemur fram í frétt RÚV.

Í frétt RÚV er vitnað í Tryggva Marinósson, framkvæmdastjóra tjaldstæðanna á Akureyri, sem segir að um 50% samdrátt sé að ræða frá því í fyrra en hann segir veðrið spila mikið inní og bætir því við að júlí sé jafnan stærsti ferðamánuðurinn.

Tryggvi telur að fækkun sé bæði á innlendum og erlendum ferðamönnum en þessi slaki júnímánuður kemur í kjölfarið af mjög góðum maímánuði á tjaldstæðum Akureyrar.

Einnig er rætt við Rúnar Ísleifsson, skógarvörð í Vaglaskógi sem segir sumarið hafa verið mjög rólegt en þangað sæki aðallega íslenskir ferðamenn.

Sjá einnig

Reikna með yfir 400 þúsund ferðamönnum í sumar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó