Vinna og vélar

Færeyskur landsliðsmaður til KA

Mynd af KA.is

KA menn hafa fengið liðsstyrk í handboltanum fyrir næsta vetur en í dag skrifaði færeyski landsliðsmaðurinn Allan Norðberg undir samning hjá félaginu.

Allan er 24 ára hægri hornamaður en hann var í vetur markahæsti hægri hornamaður færeysku deildarinnar og var auk þess valinn í lið ársins í deildinni.

Allan kemur til KA frá liði StÍF og er samningur hans til tveggja ára. Allan er örvhentur en KA menn léku án örvhents hornamanns í vetur. Á heimasíðu KA segir að koma Allan sé mikið gleðiefni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó