Fagna því að sundlaugin loki yfir Aldursflokkameistaramótið

Fagna því að sundlaugin loki yfir Aldursflokkameistaramótið

Aldursflokkameistaramót Sundsambands Íslands og Sundfélags Óðins verður haldið í Sundlaug Akureyrar um helgina, dagana 25. til 27. júní. Sundlaug Akureyrar verður lokuð almenningi á meðan mótið fer fram.

„Allt sundlaugarsvæði Sundlaugar Akureyrar verður undirlagt og upptekið fyrir Aldursflokkameistaramótið fram til kl. 17:00 dagana 25.-27. júní,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjar.

Sundlaugin verður af þessum sökum opin almenningi frá klukkan 17:00 til 22:00 á þessum dögum. Glerárlaug verður opin frá klukkan 09:00 til klukkan 17:00 á laugardaginn og sunnudaginn til þess að koma til móts við sundþyrsta.

Þetta er í fyrsta sinn sem að allt sundlaugarsvæðið verður lokað á meðan mótið fer fram og mótshaldarar fagna þeirri ákvörðun. Hún er sögð í takt við þróunina sem hefur verið í gangi undanfarið þar sem Sundlaug Akureyrar er meira og meira viðurkennd sem heimavöllur Sundfélagsins Óðins. Ákvörðunin er talin góð fyrir alla sem koma að mótinu og ekki síst keppendur og starfsfólk laugarinnar.

Nánar má lesa um mótið á vef Sundfélagsins Óðins með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI