Falskur lögreglumaður olli uppnámi á lögreglustöðinni á Akureyri

Lögreglustöðin á Akureyri

Lögreglumaður á Norðurlandi eystra mun væntanlega hugsa sig tvisvar um áður en hann ákveður að taka lagið aftur í vinnu sinni sem lögreglumaður á Akureyri.

Embættið greinir frá því á Facebook síðu sinni að maðurinn hafi verið nýkominn úr eftirlitsferð og verið að hlusta á lagið „Please have mercy on me.“ Maðurinn var greinilega í góðum gír því hann söng lagið með tilþrifum þegar hann gekk inn á lögreglustöðina.

Söngurinn var þó greinilega ekki upp á marga fiska, því það næsta sem hann vissi var hann fékk hóp lögregumanna af næturvaktinni á móti sér öskrandi hvað væri eiginlega í gangi.

Eftir að lögreglumaðurinn söngelski gat útskýrt hvað gengi á fékk hann að vita að söngurinn hefði hljómað í gegnum vegginn eins og verið væri að ráðast á einhvern.

Lögreglumaðurinn hefur ekki gefið út hvort að hann ætli að halda söngferlinum áfram eftir þetta.

Færslu lögreglunnar má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI