Farðu úr bænum – Björgvin Franz setti kökukefli í nærbuxnaskúffu

Farðu úr bænum – Björgvin Franz setti kökukefli í nærbuxnaskúffu

Leikarinn Björgvin Franz er nýjasti gestur Kötu Vignis í hlaðvarpinu Farðu úr bænum. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

„Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar hann Björgvin Franz Gíslason kíkti í kaffi og hitaði sig upp fyrir sýningarhelgi. Við ræddum um sögusagnir um klíkuskap í bransanum, verstu giggin hans sem við hlógum mikið af og margt fleira. Hann sagði mér frá hugarfarinu sínu gagnvart prufum sem er svo sannarlega til fyrirmyndar og minnti okkur svo öll á að lífið er í raun bara ein stór áhætta. Maður fær gott í hjartað við að hlusta á þennan frábæra leikara segja frá, þvílíkur snillingur,“ segir Kata um þáttinn.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

UMMÆLI