Píeta

Farðu úr bænum – Óvænt ólétta og meðgönguþunglyndi

Farðu úr bænum – Óvænt ólétta og meðgönguþunglyndi

Unnur Anna er gestur Kötu Vignis í þrettánda þætti hlaðvarpsins Farðu úr bænum. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

„Unnur varð óvænt ólétt 21. árs gömul á meðan að hún bjó ein í Los Angeles, við tóku erfiðir tímar þar sem hún þurfti að hugsa lífið upp á nýtt. Henni fannst eins og hún væri að bregðast öllum í kringum sig og glímdi við mikinn vanlíðan þar sem að hugmyndin um hið „fullkomna“ líf átti ekki lengur við. Hún sagði mér frá meðgönguþunglyndinu, hvernig hún kynnist manninum sínum sem vinnur við gerð Hollywood mynda og frá því þegar að hún hitti Ariana Grande! Í dag er Unnur ljósmyndari, sýningastjóri og danskennari sem lætur ekkert stoppa sig og er ekki mikið að stressa sig á því að plana lífið langt fram í tímann,“ segir Kata um þáttinn.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

UMMÆLI