Farðu úr bænum – Rakel Hinriks

Farðu úr bænum – Rakel Hinriks

Dagskrárgerðarkonan og grafíski hönnuðurinn Rakel Hinriksdóttir er gestur Kötu Vignis í nýjasta þætti hlaðvarpsins Farðu úr bænum. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

„Rakel Hinriks dagskrágerðarkona, grafískur hönnuður, verkefnastjóri og almennur snillingur kíkti í kaffi þar sem ég er loksins búin að læra á kaffivélina. Nú er ekkert sem að stoppar mig! Rakel sagði mér frá námsárunum hennar í Bandaríkjunum, hvernig hún landaði vinnu í Danmörku og því hvernig hún flutti síðan aftur til Akureyrar og byrjaði að vinna á sjónvarpsstöðinni N4. Hún sagði mér svo auðvitað söguna af því hvernig mamma hennar endaði einn góðan veður dag á því að líta út eins og reytt hæna, þið viljið ekki missa af þeirri sögu – trúið mér. Rakel er með aðdáunarvert viðhorf til lífsins, tekur einn dag í einu sem hefur svo sannarlega komið henni langt,“ segir Kata um þáttinn.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

UMMÆLI