Prenthaus

Farsælt samstarf í fjóra áratugi

Farsælt samstarf í fjóra áratugi

Nýlega var skrifað undir samning milli Norðurþings og VÍS um tryggingar sveitarfélagsins tilnæstu þriggja ára. Farsælt samstarf hefur verið milli VÍS og Norðurþings í hátt í fjóra áratugiog því er mikil ánægja með að samstarfið haldi áfram. Samningur var gerður eftir útboð hjá Conscello ehf. ─ löggildri vátryggingamiðlun.

Í samstarfinu hefur verið áhersla á forvarnir og stefnt er að því að Norðurþing verði fremst meðal annarra sveitarfélaga í forvörnum.

„Ég er stoltur af því að samstarf milli VÍS og Norðurþings haldi áfram. Þetta hefur verið afar farsælt samstarf ─ og ég hlakka virkilega til framhaldsins,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, viðskiptastjóri hjá VÍS

„Samstarfið við VÍS spannar fjóra áratugi og hefur gengið vel. Áhersla VÍS á forvarnir skiptir okkur miklu máli. Við erum því spennt að vinna að því markmiði að vera fremst meðal annarra sveitarfélaga í forvörnum. Við hlökkum því til áframhaldandi samstarfs,“ segir Drífa Valdimarsdóttir, staðgengill sveitarstjóra í Norðurþingi.

Sambíó

UMMÆLI