Félag í Menntaskólanum á Akureyri biðst afsökunar á kvenfyrirlitningu

Menntaskólinn á Akureyri

Síðasta kvöldvaka vetrarins í  Menntaskólanum á Akureyri var haldin í gærkvöldi. Skólafélög innan skólans voru með skemmtiatriði á kvöldinu.

Eitt atriði hefur vakið mikil viðbrögð nemanda skólans en það var myndbandsatriði frá strákunum í DenchMA sem hafa vakið miklar vinsældir í skólanum í vetur. Margir nemendur hafa tjáð sig um myndbandið sem þykir hafa gert grín að minnihlutahópum og sýnt kvenfyrirlitningu.

Einn brandari í myndbandinu vísar til þess að konur sem séu með glóðurauga séu einfaldlega konur sem búið sé að tala við. DenchMA hefur beðist afsökunar á myndbandinu og tekið fram að ekki allir meðlimir félagsins hafi komið að gerð þess.

Femínistafélag Menntaskólans hefur gagnrýnt myndbandið ásamt öðrum nemendum skólans. Okkur er misboðið, þetta er ekkert annað en normalísering á ofbeldi og óásættanlegt!“ segir í Twitter færslu frá félaginu.

UMMÆLI