NTC netdagar

Félagsfólk hjá Framsýn fær afsláttarkjör hjá Niceair

Félagsfólk hjá Framsýn fær afsláttarkjör hjá Niceair

Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga, hefur gengið frá samningi við flugfélagið Niceair um aflsáttarkjör fyrir félagsmenn. Samningurinn gildir einnig fyrir félagsmenn Þingiðnar og STH. Félagsmenn geta verslað tvö gjafabréf á ári.

Virði gjafabréfsins er kr. 32.000,-. Fyrir gjafabréfið greiða félagsmenn kr. 20.000,-. Fyrir tvö gjafabréf greiða félagsmenn kr. 40.000,- í stað kr. 64.000,-. Verðin taka mið af umsömdu verði og niðurgreiðslum stéttarfélaganna.

Gjafabréfin eru seld í gegnum orlofsvef stéttarfélaganna www.framsyn.is. Hægt er að nýta gjafabréfin til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Niceair í gegnum bókunarsíðu félagsins www.niceair.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó