„Felur í sér ótal tækifæri sem ekki væru til staðar ef að HA nyti ekki við“

„Felur í sér ótal tækifæri sem ekki væru til staðar ef að HA nyti ekki við“

Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og frambjóðandi í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2021, segir að samstarf Háskólans á Akureyri og lyfjafyrirtækisns Arctic Therapeutics sýni mikilvægi þeirra ruðningsáhrifa sem það hefur að auka námsframboð um allt land.

Sjá einnig: Stefnir á að ráða hátt í 100 manns á Akureyri

Hann segir stofnun Háskólans á Akureyri árið 1987 vera dæmi um vel heppnaða byggðaraðgerð. „Frá upphafi hefur vöxtur HA verið hraður en frá og með vormisseri 2019 hefur þar verið í boði nám á öllum þrepum háskólanáms þegar honum var veitt heimild til að bjóða upp á doktorsnám. Samstarf við Arctic Therapeutics felur í sér ótal tækifæri sem ekki væru til staðar á svæðinu ef að HA nyti ekki við,“ skrifar Gauti á Facebook í dag.

„Þessa dagana vinna sveitarfélög á Austurlandi að samstarfsverkefni um háskólanám í samvinnu við HA og HR. Múlaþing hefur einnig nýlega undirritað viljayfirlýsingu um samstarf við University of Highlands and Islands í Skotlandi með það að markmiði að auka möguleika á háskólanámi á svæðinu. Það er mikilvægt að halda áfram á þessari vegferð – með metnað fyrir kjördæmið allt að leiðarljósi.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó