NTC netdagar

Filip Szewczyk valinn íþróttamaður KA árið 2018

Mynd: KA.is/Þórir Tryggva

Filip Szewczyk var valinn íþróttamaður KA fyrir árið 2018 þegar 91 árs afmæli félagsins var fagnað í KA-heimilinu í gær. Filip er spilandi þjálfari karlaliðs KA í blaki. Hann var lykilmaður í liði KA sem vann alla titla sem í boði voru árið 2018.

Liðið vann Íslands-, Bikar- og Deildarmeistaratitill auk þess sem liðið er meistari meistaranna. Filip var kjörinn besti leikmaður deildarinnar sem og besti uppspilarinn á síðustu leiktíð. Þá er KA liðið er á toppi Mizunodeildarinnar það sem af er núverandi leiktíð.

Deildir innan KA útnefndu íþróttamann úr sínum röðum sem íþróttamann KA en það voru þau Alexander Heiðarsson (júdódeild), Anna Rakel Pétursdóttir (knattspyrnudeild), Filip Szewczyk (blakdeild) og Martha Hermannsdóttir (handknattleiksdeild). Öll hlutu þau formannsbikar KA sem er gefinn af fyrrum formönnum félagsins.

Nánari umfjöllun um verðlaunahafa og afmælishátíðina má finna á vef KA.

Sambíó

UMMÆLI