Píeta

Fimm ár í Hofi

Fimm ár í Hofi

Söngleikurinn Fimm ár, eftir Jason Robert Brown, verður settur upp í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 2. september. Söngleikurinn er vel þekktur á West End og Broadway og af söngleikja aðdáendum út um allan heim. Þetta er fyrsta uppsetningin á söngleiknum hér á landi.

Fimm ár er falleg ástarsaga sem segir frá fimm ára sambandi ungrar konu og manns, hann er rithöfundur og hún er leikkona. Honum vegnar vel og verður fljótt vinsæll rithöfundur en þrátt fyrir endalausar prufur og puð kemst leikferill hennar aldrei á flug. Hún neyðist til að verja löngum sumrum í heimabæ sínum þar sem hún leikur í litlu bæjarleikhúsi og leigir herbergi með “ fyrrverandi vændiskonu og snáknum hennar, Wayne“. Það sem er sérstakt við frásögnina er að söguþráður Cathy gerist í öfugri tímaröð en Jamie segir frá sambandinu á sama tíma en í réttri röð. Persónurnar mætast aðeins einu sinni í miðju verksins.

Leikarar söngleiksins eru þau Rúnar Kristinn Rúnarsson og Viktoría Sigurðardóttir sem slógu í gegn í söngleiknum Vorið vaknar sem Leikfélag Akureyrar setti upp árið 2020. 

Hljómsveit: Einar Bjartur Egilsson, Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigurður Halldórsson og Klara Sigurðardóttir
Leikmynd og búningar: Klara Sigurðardóttir
Þýðing: Jóhann Axel Andersen
Leikstjórn: Vala Kristín Eiríksdóttir
Video: Pálmi Jónsson
Tæknileg aðstoð: Kjartan Darri Kristjánsson

Upprunalega framleitt fyrir The New York Stage af Arielle Tepper og Marty Bell. Upprunalega framleitt af Northlight Theatre Chicago, II. Flutt með leyfi Music Theatre International Europe.

Sýningin er 75 mínútur og fer fram í svarta kassa Hamraborgar. Einstök leikhúsupplifun sem leikhús- og tónlistaraðdáendur ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Söngleikurinn Fimm ár er hluti af Listviðburðaröð VERÐANDI í tilefni af 10+1 árs afmæli Menningarhússins Hofs.

Miðasala er í fullum gangi á mak.is.

UMMÆLI

Sambíó