Fimm ára fangelsi fyrir grófa nauðgun á Akureyri

Fimm ára fangelsi fyrir grófa nauðgun á Akureyri

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra hef­ur sak­fellt karlmann fyrir sérlega grófa nauðgun og brot í nánu sam­bandi á heim­ili sínu á Ak­ur­eyri í sept­em­ber 2020. Héraðsdómur dæmdi manninn til fimm ára fangelsisvistar auk greiðslu fjögurra milljóna króna í skaðabætur til brotaþola.

Dómurinn var fyrst birtur í gær en hann féll fyrst 28. maí. Í honum segir meðal annars: „Árás sú sem ákærði er nú sak­felld­ur fyr­ir stóð lengi yfir. Brotaþoli hlaut um­tals­verða áverka. Þá er hún illa hald­in af áfall­a­streitu og ótta. Brot hans sam­kvæmt 1. mgr. 194. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/​1940 var sér­lega gróft og niður­lægj­andi og ber að virða það til refsiþyng­ing­ar.“ 

Það var álit dómsins að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi þvingað brotaþola til að þola það ofbeldi sem lýst er í ákærunni með vís­an til framb­urðar kon­unn­ar, mik­illa lík­am­legra áverka henn­ar, and­legs ástands henn­ar við komu á neyðar­mót­töku og staðfest­ing­ar meðferðaraðila á mjög versn­andi and­legu ástandi henn­ar í kjöl­far þess­ara at­vika. 

Þá segir einnig að með vísan til framburðar brotaþola, mikilla líkamlegra áverka hennar, andlegs ástands hennar við komu á neyðarmóttöku og staðfestingar meðferðaraðila á mjög versnandi andlegu ástandi hennar í kjölfar þessara atvika, sé það álit dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi þvingað brotaþola til að þola það ofbeldi sem lýst er í ákæru.

Maðurinn hefur áður brotið gegn konunni en í júní 2019 var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir margítrekuð brot gegn henni frá hausti 2015 til júlí 2018.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó