Bikarmót Skíðasambands Íslands fór fram í Hlíðarfjalli um helgina í frábæru veðri. Þar voru samankomin ungmenni, 12-15 ára, af landinu öllu og var keppt í svigi og stórsvigi.
Skíðafélag Akureyrar átti fjölmarga keppendur á mótinu. Alls féllu þrettán medalíur SKA í skaut og þar af voru fimm gullverðlaun.
Fríða Kristín Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði svig og stórsvig í keppni 15 ára. Aron Máni Sverrisson náði sömuleiðis á verðlaunapall í báðum greinum í keppni 14 ára. Hann sigraði stórsvigið og hafnaði í 3.sæti í svigi. Þá hafði Skíðafélag Akureyrar mikla yfirburði í keppni 13 ára stúlkna þar sem María Gros Ólafsdóttir og Karen Júlía Arnarsdóttir náðu á pall í báðum greinum og Hildur Védís Heiðarsdóttir hreppti gullið í svigi.
Hér fyrir neðan má sjá verðlaunahafa helgarinnar.
12 ára stúlkur
Svig
- Guðbjörg Eva Guðmundsdóttir (Víking)
- Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir (Dalvík)
- Rósey Björgvinsdóttir (UÍA)
Stórsvig
- Rósey Björgvinsdóttir (UÍA)
- Sunneva Aylish Marshall (BBL)
- Auður Krista Harðardóttir (Ármann)
12 ára drengir
Svig
- Jón Erik Sigurðsson (BBL)
- Brynjólfur Máni Sveinsson (Dalvík)
- Dagur Hjartarson (UÍA)
Stórsvig
- Jón Erik Sigurðsson (BBL)
- Eiður Orri Pálmarsson (Ármann)
- Ágúst Beck Rafnsson (Víking)
13 ára stúlkur
Svig
- Hildur Védís Heiðarsdóttir (SKA)
- Karen Júlía Arnarsdóttir (SKA)
- María Gros Ólafsdóttir (SKA)
Stórsvig
- María Gros Ólafsdóttir (SKA)
- Karen Júlía Arnarsdóttir (SKA)
- Ólafía Elísabet Einarsdóttir (BBL)
13 ára drengir
Svig
- Markús Loki Gunnarsson (Ármann)
- Daníel Rosanna (Dalvík)
- Gabríel Pétur Óðinsson (BBL)
Stórsvig
- Markús Loki Gunnarsson (Ármann)
- Hallgrímur Magnússon (BBL)
- Eyþór Þorsteinn Þorvarsson (SKA)
14 ára stúlkur
Svig
- Perla Karen Gunnarsdóttir (BBL)
- Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir (Dalvík)
- Alexandra Ýr Ingvarsdóttir (UÍA)
Stórsvig
- Perla Karen Gunnarsdóttir (BBL)
- Nanna Kristín Bjarnadóttir (Ármann)
- Kristín Sara Magnúsdóttir (Ármann)
14 ára drengir
Svig
- Daði Hrannar Jónsson (Dalvík)
- Guðni Berg Einarsson (Dalvík)
- Aron Máni Sverrisson (SKA)
Stórsvig
- Aron Máni Sverrisson (SKA)
- Guðni Berg Einarsson (Dalvík)
- Gauti Guðmundsson (KR)
15 ára stúlkur
Svig
- Fríða Kristín Jónsdóttir (SKA)
- Hjálmdís Rún Níelsdóttir (Víking)
- Ástríður Magnúsdóttir (BBL)
Stórsvig
- Fríða Kristín Jónsdóttir (SKA)
- Eva Björg Halldórsdóttir (SKA)
- Ástríður Magnúsdóttir (BBL)
15 ára drengir
Svig
- Andri Gunnar Axelsson (UÍA)
- Helgi Halldórsson (Dalvík)
- Hinrik Logi Árnason (SKA)
Stórsvig
- Andrés Nói Arnarson (Ármann)
- Andri Gunnar Axelsson (UÍA)
- Valur Snær Ásmundsson (SKA)
UMMÆLI