Prenthaus

Fimm gull til SKA á bikarmóti í Hlíðarfjalli

Hlíðarfjall skartaði sínu fegursta um helgina.

Bikarmót Skíðasambands Íslands fór fram í Hlíðarfjalli um helgina í frábæru veðri. Þar voru samankomin ungmenni, 12-15 ára, af landinu öllu og var keppt í svigi og stórsvigi.

Skíðafélag Akureyrar átti fjölmarga keppendur á mótinu. Alls féllu þrettán medalíur SKA í skaut og þar af voru fimm gullverðlaun.

Fríða Kristín Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði svig og stórsvig í keppni 15 ára. Aron Máni Sverrisson náði sömuleiðis á verðlaunapall í báðum greinum í keppni 14 ára. Hann sigraði stórsvigið og hafnaði í 3.sæti í svigi. Þá hafði Skíðafélag Akureyrar mikla yfirburði í keppni 13 ára stúlkna þar sem María Gros Ólafsdóttir og Karen Júlía Arnarsdóttir náðu á pall í báðum greinum og Hildur Védís Heiðarsdóttir hreppti gullið í svigi.

Hér fyrir neðan má sjá verðlaunahafa helgarinnar.

12 ára stúlkur

Svig

 1. Guðbjörg Eva Guðmundsdóttir (Víking)
 2. Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir (Dalvík)
 3. Rósey Björgvinsdóttir (UÍA)

Stórsvig

 1. Rósey Björgvinsdóttir (UÍA)
 2. Sunneva Aylish Marshall (BBL)
 3. Auður Krista Harðardóttir (Ármann)

12 ára drengir

Svig

 1. Jón Erik Sigurðsson (BBL)
 2. Brynjólfur Máni Sveinsson (Dalvík)
 3. Dagur Hjartarson (UÍA)

Stórsvig

 1. Jón Erik Sigurðsson (BBL)
 2. Eiður Orri Pálmarsson (Ármann)
 3. Ágúst Beck Rafnsson (Víking)

13 ára stúlkur

Svig

 1. Hildur Védís Heiðarsdóttir (SKA)
 2. Karen Júlía Arnarsdóttir (SKA)
 3. María Gros Ólafsdóttir (SKA)

Stórsvig

 1. María Gros Ólafsdóttir (SKA)
 2. Karen Júlía Arnarsdóttir (SKA)
 3. Ólafía Elísabet Einarsdóttir (BBL)

13 ára drengir

Svig

 1. Markús Loki Gunnarsson (Ármann)
 2. Daníel Rosanna (Dalvík)
 3. Gabríel Pétur Óðinsson (BBL)

Stórsvig

 1. Markús Loki Gunnarsson (Ármann)
 2. Hallgrímur Magnússon (BBL)
 3. Eyþór Þorsteinn Þorvarsson (SKA)

14 ára stúlkur

Svig

 1. Perla Karen Gunnarsdóttir (BBL)
 2. Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir (Dalvík)
 3. Alexandra Ýr Ingvarsdóttir (UÍA)

Stórsvig

 1. Perla Karen Gunnarsdóttir (BBL)
 2. Nanna Kristín Bjarnadóttir (Ármann)
 3. Kristín Sara Magnúsdóttir (Ármann)

14 ára drengir

Svig

 1. Daði Hrannar Jónsson (Dalvík)
 2. Guðni Berg Einarsson (Dalvík)
 3. Aron Máni Sverrisson (SKA)

Stórsvig

 1. Aron Máni Sverrisson (SKA)
 2. Guðni Berg Einarsson (Dalvík)
 3. Gauti Guðmundsson (KR)

15 ára stúlkur

Svig

 1. Fríða Kristín Jónsdóttir (SKA)
 2. Hjálmdís Rún Níelsdóttir (Víking)
 3. Ástríður Magnúsdóttir (BBL)

Stórsvig

 1. Fríða Kristín Jónsdóttir (SKA)
 2. Eva Björg Halldórsdóttir (SKA)
 3. Ástríður Magnúsdóttir (BBL)

15 ára drengir

Svig

 1. Andri Gunnar Axelsson (UÍA)
 2. Helgi Halldórsson (Dalvík)
 3. Hinrik Logi Árnason (SKA)

Stórsvig

 1. Andrés Nói Arnarson (Ármann)
 2. Andri Gunnar Axelsson (UÍA)
 3. Valur Snær Ásmundsson (SKA)
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó