Fimm sóttu um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi eystra

Fimm sóttu um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi eystra

Fimm einstaklingar hafa sótt um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. Halla Bergþóra Björnsdóttir sem áður gegndi starfinu tók nýverið við stöðu lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.

Dómsmálaráðuneytið fékk fimm umsóknir en umsóknarfrestur rann út 25. maí síðastliðinn. Hæfnisnefnd mun í framhaldinu meta umsækjendur.

Eftirtaldir sóttu um stöðuna. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, Halldóra Kristín Hauksdótti, lögmaður hjá Akureyrarbæ, Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur hjá Fiskistofu, Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Sigurður Hólmar Kristjánsson, saksóknarfulltrúi og staðgengill lögreglustjóra á Norðurlandi vestra.

UMMÆLI

Sambíó