Fimm VMA-nemar fengu viðurkenningar á nýsveinahátíðinni 2017

Pálmar, Guðni Th. forseti Íslands og Heiða Hrönn.
Mynd og frétt: vma.is

Fimm VMA-nemar fengu viðurkenningar á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík sl. laugardag. Allir luku þeir sveinsprófum í sínum greinum á liðnu ári með afburða námsárangri.

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík hélt sl. laugardag í ellefta skipti svokallaða nýsveinahátíð í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík. Að þessu sinni voru samtals 23 nýsveinar verðlaunaðir, þar af hlutu 13 silfurverðlaun og 10 bronsverðlaun.

Tveir VMA-nemar hlutu silfurverðlaun fyrir múrsmíði – Ásgeir Helgi Guðmundsson og Sindri Ólafsson. Aðrir þrír VMA-nemar fengu bronsverðlaun í sínum iðngreinum. Pálmar Magnússon hlaut viðurkenningu fyrir hársnyrtiiðn, Jón Heiðar Sveinsson í framleiðsluiðn og Steinar Karl Ísleifsson fyrir málaraiðn.

Sambíó

UMMÆLI