Fimmta fjölskyldan frá Sýrlandi til Akureyrar

Khattab Mohammad, fjölskyldan hans og aðrir mótmælendur.

Sýrlendingar á Ráðhústorgi.

Sýrlensk fjölskylda er væntanleg til Akureyrar um næstkomandi mánaðarmót og verður hún fimmta fjölskyldan af þeim slóðum til að setjast hér að á stuttum tíma.

Um er að ræða fimm manna fjölskyldu, hjón með þrjú börn á grunnskólaaldri og eru þau væntanleg til landsins 30.janúar næstkomandi.

Sjá einnig: Líklegt að Akureyrarbær taki við annari fjölskyldu flóttamanna

Akureyrarbær hefur hafið undirbúning vegna komu fjölskyldunnar en umrædd fjölskylda er tengd hluta þess fólks sem fluttist hingað á síðasta ári. Alls fluttust 25 manns til Akureyrar frá Sýrlandi á síðasta ári til að flýja hörmungarnar sem dynja á heimalandi þeirra þessi dægrin.

Sjá einnig

Svona getur þú lagt þitt af mörkum fyrir fólkið í Sýrlandi

 

Sambíó

UMMÆLI