Fiskidagstónleikarnir frumsýndir í heild á N4 í kvöld

Birgitta Haukdal sló í gegn á Fiskideginum mikla

Í kvöld klukkan 21:30 verða hinir goðsagnakenndu Fiskidagstónleikar sýndir á sjónvarpsstöðinni N4. Það var sannkölluð tónlistarveisla á Dalvík 12. ágúst á þessu ári þegar tónleikarnir voru haldnir að kvöldi Fiskidagins mikla. Gestgjafar kvöldsins voru Dalvíkingarnir Eyþór Ingi, Friðrik Ómar og Matthías Matthíasson og fengu þeir til sín góða gesti.

Margt af frægasta tónlistarfólki þjóðarinnar eins og Andrea Gylfadóttir, Björgvin Halldórsson, Friðrik Dór, Birgitta Haukdal, Jónas Sigurðsson, Ragnhildur Gísladóttir, Pálmi Gunnarsson, Blaz Roca og Ragnar Bjarnason komu fram og fluttu sín þekktustu lög.

Sjónvarpsstöðin N4 sá um upptöku af tónleikunum líkt og undanfarin ár og hafa gefið sýnishorn á Facebook síðu sinni undanfarnar vikur þar sem sést vel hversu magnaðir tónleikarnir voru. Hér að neðan má sjá Birgittu Haukdal, Röggu Gísla og Friðrik Dór syngja á tónleikunum.

UMMÆLI

Sambíó