Fiski­­deginum mikla frestað þriðja árið í röð

Fiski­­deginum mikla frestað þriðja árið í röð

Fiskideginum mikla á Dalvík hefur verið frestað þriðja árið í röð. Í tilkynningu frá stjórn Fiskidagsins segir að skynsamlegt sé að láta kyrrt liggja áfram vegna kórónuveirunnar.

Fiskideginum var frestað á síðasta ári vegna veirunnar og einnig árið 2020. Í tilkynningu stjórnarinnar segir að ekki sé skynsamlegt að stofna til viðburðar af slíkri stærðargráðu þegar ástandið í samfélaginu er enn viðkvæmt vegna kórónuveirunnar.

„Óvissan er enn til staðar, margir vilja gjarnan mæta í ár en eru enn ekki tilbúnir að vera í fjölmenni af ótta við að smitast, jafnvel í þriðja sinn. Samfélagið hefur einfaldlega ekki jafnað sig,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.

Til stendur að halda daginn hátíðlegan í ágúst árið 2023 og halda upp á 20 ára afmæli hátíðarinnar sem hefði verið árið 2020.

Sambíó

UMMÆLI