Fjallabyggð kaupir geislatæki fyrir 5 milljónir til að losna við E.coli gerla

Ólafsfjörður.

Eins og Kaffið greindi frá í mánuðinum hefur hluti íbúa á Ólafsfirði þurft að sjóða neysluvatn sitt vegna sýna sem tekin voru af Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og voru menguð. Sýnin reyndust innihalda E. coli gerla, betur þekktir sem saurgerlar, en reyndust þó aðeins vera í öðru vatnsbóli Ólafsfirðinga í Brimnesdal. Ástæðan er töluvert magn grunnvatns sem komst í vatnsbólið.

Nú hefur bæjarráð samþykkt á fundi sínum sl. þriðjudag að veita fimm milljón króna fjármagn til þess að setja upp geislatæki við vatnstankinn í Brimnesdal. Gera má ráð fyrir að geislatækið verði komið í notkun eftir 2-3 vikur og Ólafsfirðingum því ráðlagt að sjóða neysluvatn sitt áfram þangað til að tækið er komið í gang. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fjallabyggðar.

Sjá einnig:

Ólafsfirðingar þurfa að sjóða neysluvatn

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó