Fjögur úr KA í liði ársins

Fjögur úr KA í liði ársins

Í uppgjöri Unbrokendeildanna í blaki var kosið í lið ársins karla- og kvennamegin. KA á fjóra fulltrúa í liðum ársins auk þess að eiga besta erlenda leikmanninn, efnilegasta leikmanninn og besta þjálfarann.

Úrslitakeppnin í blaki er í fullum gangi þessa dagana og bæði karla- og kvennalið KA eru komin í undanúrslit Íslandsmótsins. Deildarkeppninni lauk á dögunum þar sem kvennalið KA stóð uppi sem Deildarmeistari og karlalið KA vann neðri krossinn.

Þær Julia Bonet Carreras, Helena Kristín Gunnarsdóttir og Auður Pétursdóttir voru allar valdar í úrvalslið Unbrokendeildar kvenna en Jula var einnig valin besti erlendi leikmaðurinn. Auður Pétursdóttir, sem er aðeins sextán ára gömul var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. Miguel Mateo Castrillo var kosinn þjálfari ársins í Unbrokendeild kvenna. Karlamegin var Gísli Marteinn Baldvinsson valinn í úrvalsliðið.

Nánar má lesa um viðurkenningarnar á vef KA með því að smella hér.

Mynd: ka.is


UMMÆLI