Skíðasamband Íslands tilkynnti í gær 14 manna hóp sem heldur á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Erzurum í Tyrklandi þann 12.-17.febrúar næstkomandi.
Fjórir iðkendur koma frá Skíðafélagi Akureyrar en það eru þau Arnar Ólafsson (skíðaganga), Bjarki Jarl Haraldsson (snjóbretti), Katla Björg Dagbjartsdóttir (alpagreinar) og Tómas Orri Árnason (snjóbretti).
Ísland mun eiga keppendur í alpagreinum, skíðagöngu, listskautum og snjóbretti en þetta er í fyrsta skipti sem keppt er á snjóbrettum á þessu móti. Gera má ráð fyrir um 1300 keppendum úr gjörvallri Evrópu.
UMMÆLI