Fjölbreytt nám í boði hjá SÍMEY á haustönn 2019

Fjölbreytt nám í boði hjá SÍMEY á haustönn 2019

Sem endranær verður margt í boði á haustönn 2019 hjá SÍMEY. Nú þegar liggur fyrir í megindráttum hvert námsframboðið verður á önninni en eitthvað mun þó bætast við í haust. Á heimasíðu SÍMEY – www.simey.is má sjá upplýsingar um öll þau námskeið og námslínur sem verða í boði á haustönn. Þar er líka hægt að skrá sig. Í ljósi þess að í mörgum tilfellum þarf að takmarka fjölda nemenda er fólk hvatt til þess að skrá sig sem fyrst á einstaka námskeið eða námsbrautir.

Náminu á haustönn má skipta í nokkra flokka. Í fyrsta lagi er boðið upp á stök námskeið, þar sem óhætt er að segja að kenni ýmissa grasa, í öðru lagi lengra nám, í þriðja lagi íslensku sem annað mál, í fjórða lagi endurmenntun atvinnubílstjóra, sem SÍMEY býður upp á í samstarfi við Ekil ökuskóla, í fimmta lagi Fjölmennt – fullorðinsfræðslu fatlaðra og loks er boðið upp á nám í svokölluðum fyrirtækjaskólum.  

Þessi færsla er auglýsing. Smelltu hér til að lesa nánar um auglýsingar og auglýsingatilboð á Kaffið.is.

UMMÆLI

Sambíó