Fjöldatakmarkanir við Félagsvísindadeild HA

Fjöldatakmarkanir við Félagsvísindadeild HA

Þóroddur Bjarnason, brautarstjóri við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, greindi frá því í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að takmarka þurfi fjölda nemenda við félagsvísindadeild skólans. Um þessar mundir stendur yfir skráning í skólann fyrir komandi vetur og nú þegar hafa fjölmargir sótt um. Töluverð aukning hefur verið í fjölda nemenda við HA en í fyrra var aðsóknarmet slegið þegar skólinn tók við tæplega 2100 nemendum.

Ekki lítur út fyrir að umsóknir verði færri í ár, jafnvel fleiri en umsóknarferlinu lýkur nú 5. júní. Aðsókn við félagsvísindadeild er mikil en Þóroddur sagði í viðtali í Morgunvaktinni að þetta sé lúxusvandamál. Fjöldatakmörkunin verður með öðrum hætti en þekkist í öðrum skólum en í stað þess að hleypa þeim inn sem hafa hæstar stúdentseinkunnir verður lögð áhersla á fjölbreyttan nemendahóp. Í forgangi verður fólk með starfsreynslu, fólk frá landshlutum þar sem sambærilegt nám er ekki í boði, umsækjendur af erlendum uppruna og karlar.

TENGDAR FRÉTTIR

Sambíó

UMMÆLI