Fjöldauppsagnir í fiskvinnslu – 127 sagt upp hjá Samherja

Vísir greinir frá því í dag að yfir 1000 manns hafi verið sagt upp í fiskvinnslufyrirtækjum landsins. Gissur Pétursson staðfestir í samtali við Vísi að 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengist vinnslustöðvun í fiskvinnslu hafi verið skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag.

Flestar uppsagnirnar voru á Norðurlandi eystra, yfir 300 manns. Samherji hefur sagt flestum upp eða alls 127 manns. Þar á eftir kemur Íslenskt sjávarfang sem hefur sagt upp 80 manns og svo Útgerðarfélag Akureyringa sem hefur sagt upp 79 manns. Talið er að fjöldi þeirra sem missi vinnuna muni ná upp í 1200 manns í febrúar.

Útgerðarfélag Akureyringa - í eigu Samherja

Útgerðarfélag Akureyringa – í eigu Samherja

 

Sambíó

UMMÆLI