Fjöldi fólks á samstöðufundi á RáðhústorgiMynd: Ingibjörg Bragadóttir/Kaffið.is

Fjöldi fólks á samstöðufundi á Ráðhústorgi

Fjöldi fólks var mættur á Ráðhústorg á Akureyri í dag á samstöðufund vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Hundruð Úkraínu­manna, Rússa, Hvít-Rússa, Pólverja, Eista, Letta og Lit­háa, sem búa hér á landi, ásamt Íslend­ing­um og öðrum krefj­ast vopna­hlés í Úkraínu.

Úkraínumaðurinn Andrii Gladii, sem búsettur hefur verið á Akureyri síðustu þrjú ár, skipulagði samstöðufund á Ráðhústorgi í dag. Gladii er frá borginni Zaporizhzhia í austurhluta Úkraínu. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt og starfar hjá Norðurslóðaneti Íslands á Akureyri.

Glaadi hélt ræðu á Ráðhústorgi fyrir framan fjölda fólks sem var mætt á samstöðufundinn. Hann vill meðal annars að Íslendingar reki rússneka utanríkisráðherrann úr landi og hætti öllum viðskiptum við Rússland.

„Ég veit að það gæti hrætt marga. Þeir eru byrjaðir á Úkraínu en hver gæti verið næstur? Munu þeir stoppa? Við þurfum að stöðva þá strax í dag,“ var meðal þess sem Glaadi sagði í ræðu sinni. Hildur Eir Bolladóttir ávarpaði einnig mannskapinn ásamt öðrum.

Margt fólk hélt á skiltum og fánum þar sem aðgerðum Rússa og Pútin var mótmælt og samstaða sýnd með Úkraínu eins og má sjá á myndunum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó