Færeyjar 2024

Fjölgað töluvert í sóttkví og í einangrun á Akureyri

Fjölgað töluvert í sóttkví og í einangrun á Akureyri

12 einstaklingar eru nú í einangrun og 132 einstaklingar í sóttkví á Akureyri vegna Covid-19. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að það hafi fjölgað töluvert í sóttkví og einangrun undanfarna daga og að það tengist meðal annars smitum í Brekkuskóla og Síðuskóla.

Samtals eru 14 í einangrun á Norðurlandi eystra og 141 í sóttkví en hér að neðan má sjá yfirlit lögreglunnar vegna Covid-19.

„Við erum nú ekki alveg laus við Covid og nú sl. daga hefur smituðum einstaklingum fjölgað talsvert sem og einstaklingum sem settir hafa verið í sóttkví. Tengist þetta m.a. smitum í tveimur grunnskólum á Akureyri, Síðuskóla og Brekkuskóla. Hvetjum við alla til að viðhalda áfram persónulegum smitvörnum,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó