Fjölgar í einangrun og í sóttkví á Norðurlandi eystra

Fjölgar í einangrun og í sóttkví á Norðurlandi eystra

189 einstaklingar eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra vegna Covid. 316 eru í sóttkví á svæðinu. Töluvert hefur fjölgað í einangrun og í sóttkví síðustu tvo daga en 28. desember voru 117 skráðir í einangrun og 279 í sóttkví.

Samkvæmt upplýsingum á vef Sjúkrahússins á Akureyri frá því í gær var enginn inniliggjandi á Sjúkrahúsinu en tölurnar hafa ekki verið uppfærðar í dag. Í gær voru tveir starfsmenn sjúkrahússins í einangrun og fimm í sóttkví.

76 einstaklingar eru í einangrun á Akureyri og 177 í sóttkví. Hér að neðan má sjá upplýsingatöflu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Sjá einnig: Fjögur ný póstnúmer við Akureyri

Sambíó

UMMÆLI