Prenthaus

Fjölgun gistirýma á Norðurlandi eystra

Mynd: Akureyri Backpackers

Töluverð fjölgun hefur verið á gistirýmum á Norðurlandi eystra á undanförnum árum, samkvæmt skýrslu sem unnin var á vegum Íslandsbanka um fasteignamarkaðinn á svæðinu.

Frá árinu 2010 til 2016 fjölgaði rúmum á hótelum um 78% eða úr 449 í 798 rúm. Sömu sögu er að segja um gistiheimili sem eru rekin árið um kring en rúmum fjölgaði úr 328 í 496 á sama tímabili eða um 51%.

Ef tilteknir eru allir gistimöguleikar, þ.e.a.s. frá hótelum til skála í óbyggðum, að meðtöldum tjaldsvæðum, þá var fjöldi talinna rúma, skv. gögnum Hagstofu Íslands samtals 2.197 árið 2016.

Nýtingarhlutfall hefur farið batnandi á frá árinu 2013 en fyrir þann tíma var meðalnýtingarhlutfall rúma undir 35% en nálgast að vera nærri helmingur á árinu 2017 eða svipað og árið 2016.

Sjá einnig: Ný tækifæri í ferðaþjónustu

UMMÆLI