Fjölmennur hópur skiptinema í HA þrátt fyrir heimsfaraldurKynning á stoðþjónustu HA fyrir skiptinemum og stúdentum í heimskautarétti. Mynd: unak.is

Fjölmennur hópur skiptinema í HA þrátt fyrir heimsfaraldur

37 skiptinemar stunda nám við Háskólan á Akureyri þetta haustmisseri. Þeir koma aðallega frá Evrópu en einnig frá Bandaríkjunum og Frönsku Gíneu.

„Síðasta haust komu ekki nema 27 skiptinemar sem var þrátt fyrir allt nokkuð gott miðað við stöðuna þá. Fjöldi skiptinema þetta haustið er hins vegar 37 auk þess sem við tökum á móti 17 heimskautaréttarnemum sem nánast allir eru erlendir. Það er ljóst að Ísland hefur enn aðdráttarafl og hafa skiptinemarnir í raun meira athafnafrelsi hér á landi saman borið við þeirra heimaland. Flestir eru þegar bólusettir og hafa þurft að leggja mikið á sig til að komast alla leið til Akureyrar,“ segir Rúnar Gunnarsson, alþjóðafulltrúi á vef HA.

Nánar má lesa um málið á vef Háskólans á Akureyri með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó