Píeta

Fjórða bók Giorgio Baruchello komin út

Giorgio Baruchello

Kanadíska útgáfufyrirtækið Northwest Passage Books hleypti af stokkunum verkefni til að gera heimspeki aðgengilegri almenningi og bauð Giorgio Baruchello, prófessor við Háskólann á Akureyri, að velja og endurskrifa ritgerðir eftir sig með það að leiðarljósi.

Nú er fjórða bók Giorgio komin út og nefnist The Business of Life and Death, Volume Two: Politics, Law, and Society. Hún fjallar um um jafnaðarstefnu og íhaldssemi í stjórnmálum, mannréttindum og félagslegar afleiðingar efnahagslífsins. Meðal annars greinir Giorgio hugleiðingar Albert Einstein, Martha Nussbaum, Arthur F. Utz og Hans Jonas um stjórnmál. Á Amazon er hægt að nálgast eintak á einfaldan hátt.

Giorgio vinnur nú að fimmtu bókinni fyrir sömu útgáfu. Hún ber titilinn Thinking and Talking, Collected Philosophical Essays og fjallar um þekkingarfræði og mælskulist.

Á síðasta ári komu fyrstu tvær bækurnar út, Mortals, Money and Masters of Thought sem fjallar um dauðann og Philosophy of Cruelty sem fjallar um böl og mannvonsku.

Þriðja bók Giorgio kom út í apríl á þessu ári. Hún nefnist The Business of Life and Death, Volume One: Values and Economies.

Sjá einnig:

The Business of Life and Death eftir Giorgio Baruchello komin út

Sambíó

UMMÆLI