Prenthaus

Fjórtán umsóknir um starf safnstjóra Listasafnsins á Akureyri

Fjórtán umsóknir um starf safnstjóra Listasafnsins á Akureyri

Fjórtán einstaklingar hafa sótt um starf safnstjóra Listasafnsins á Akureyri. Þetta kemur fram á vef Akureyri.net í dag. Þar segir að Hlynur Hallsson muni láta af starfinu í sumar eftir 10 ár við stjórnvölinn og að ráðið verði í starfið næstu fimm árin.

Eftirtalin sækja um starfið samkvæmt Akureyri.net þar sem er fjallað nánar um málið:

 • Birta Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og sjálfstætt starfandi sýningastjóri
 • Daría Sól Andrews, sýningastjóri og verkefnastjóri
 • Elsa María Guðmundsdóttir, sjónlistakennari
 • Hanna Styrmisdóttir, prófessor
 • Ingunn Anna Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Jasmina Wojtyta
 • Marta Florczyk, listakona
 • Rafaela Sousa
 • Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri og forstöðumaður
 • Simona Urso, flugvallarstarfsmaður
 • Snæbjörn Brynjarsson, safnvörður
 • Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri
 • Yalda Nasimee
 • Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó