Prenthaus

Fleiri konur en karlar eru ósáttari með laun sín

Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Í nýrri Gallup könnun sem gerð var fyrir Einingu-Iðju voru margir þættir kannaðir, m.a. um heildarlaun og dagvinnulaun viðkomandi.

Ríflega þriðjungur félagsmanna í stéttarfélaginu eru sátt með laun sín en 36% segjast vera sátt með laun sín miðað við 32,2% í fyrra. 34,9% eru ósátt miðað við 39,9% í fyrra. Fleiri konur en karlar eru ósáttari með launin og eins frekar eldri en þeir sem yngri eru.

Greint er frá niður­stöðunum á vefsíðu fé­lags­ins en fé­lags­svæði þess nær yfir Ak­ur­eyri, Dal­vík, Fjalla­byggð og Eyja­fjörð, Sval­b­arðsstrand­ar- og Grýtu­bakka­hrepp í Suður-Þing­eyj­ar­sýslu. Að meðaltali voru heild­ar­laun­in 463.297 í ár en voru 442.828 kr. í fyrra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó