Flogið á milli Akureyrar og Amsterdam næsta vetur

Flogið á milli Akureyrar og Amsterdam næsta vetur

Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel, tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að fljúga frá flugvellinum á Akureyri til Amsterdam næsta vetur. Flogið verður á mánudögum og föstudögum frá 14. febrúar, alls átta sinnum.  Þetta kemur fram á vef Markaðsstofu Norðurlands.

Fyrsta flugvél Transavia með ferðamenn á vegum Voigt Travel kom mánudaginn 27. maí frá Rotterdam.

„Sem ferðaskrifstofa þurfum við stöðugt að skapa okkur sérstöðu,“ segir Cees van den Bosch, forstjóri Voigt Travel, sem var meðal farþega í þessu fyrsta flugi til Akureyrar. „Ísland hefur aldrei verið vinsælla, en aðallega fyrir stutt stopp sem viðkomustaður, og þessi magnaði áfangastaður á betra skilið en það. Þess vegna höfum við vísvitandi valið að fljúga til Akureyrar til að gera farþegum okkar kleift að ferðast strax utan alfaraleiða og taka sér tíma til að kanna landið. Norðurhluti Íslands er enn að miklu leyti ósnortinn og þar má finna alveg jafnmikið af fossum, svörtum ströndum, eldfjöllum og á Suðvesturlandi.“

Nánari umfjöllun má finna á vef Markaðsstofu Norðurlands.

Sambíó

UMMÆLI