Flogið á milli Akureyrar og Hollands á ný

Flogið á milli Akureyrar og Hollands á ný

Hol­lenska ferðaskrif­stof­an Voigt Tra­vel mun hefja vetr­arflug á milli Amster­dam og Ak­ur­eyr­ar á ný eft­ir ára­mót. Fyrsta flugið verður 11. fe­brú­ar 2022. Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

Voigt Travel bauð upp á flug á milli Akureyrar og Hollands áður en kórónuveirufaraldurinn skall á en síðast var flogið á milli í febrúar og mars árið 2020.

Hjalti Þór­ar­ins­son, verk­efna­stjóri Flug­klas­ans Air 66N, seg­ir í viðtali við Morgunblaðið að alls muni ferðaskrif­stof­an bjóða upp á flug frá Amster­dam til Ak­ur­eyr­ar yfir fimm vikna tíma­bil, flogið verði tvisvar í viku, alls 10 ferðir.

Beint flug frá Akureyri og út í heim hefur verið að taka við sér að nýju undanfarið en flogið var beint frá Akureyri til Tenerife 18. október síðastliðinn. Á næstu vikum verða þrjú flug beint til Tenerife til viðbótar. Þá verður einnig beint flug til Skotlands í nóvember og Færeyja í febrúar.

VG

UMMÆLI