Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasans Air 66N verður haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, fimmtudaginn 3. maí næstkomandi, frá 14-16:45. Heiti ráðstefnunnar að þessu sinni er „Flogið í rétta átt“ og verður þar fjallað um flugferðir bresku ferðaskrifstofunnar Super Break til Akureyrar í vetur og á næstu misserum. Auk þess verður fjallað í víðara samhengi um millilandaflug um Akureyrarflugvöll, innanlandsflug og tengiflug til Keflavíkur.
Dagskráin er eftirfarandi, smelltu hér til að komast inn á skráningarsíðu.
Ávarp
– Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála
Super Break – Season Review and Future Plans
– Chris Hagan, Head of Propositions, Super Break
Reynsla heimamanna af starfsemi Super Break – hvaða máli skiptir þetta?
– Baldvin Esra Einarsson, framkvæmdastjóri Saga Travel
Super Break áhrifin í tölum
– Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri
Kaffihlé
Góðar samgöngur styrkja grundvallar búsetugæði
– Þórunn Egilsdóttir, formaður samgönguráðs
Út í heim eða út á land? Tengiflug KEF-AEY frá sjónarhorni ferðamannsins
– Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála
Áskoranir í innanlandsflugi
– Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect
Ferðamenn í flugi norður – Tækifæri og áskoranir
– Hjördís Þórhallsdóttir, umdæmisstjóri Isavia á Norðurlandi
Innanlandsflug Norlandair – Forsendur, reynsla og áskoranir
– Arnar Friðriksson, sölu- og markaðsstjóri Norlandair
Starfsemi Ernis og innanlandsflug
– Hörður Guðmundsson, stofnandi flugfélagsins Ernis
Pallborðsumræður
Fundarstjóri: Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri flugklasans Air 66N
Skráning á www.nordurland.is/fundarskraning
UMMÆLI