NTC netdagar

Flóttamenn flytja í húsið við Þórsvöll

Steinnes stendur við íþróttasvæði Þórs

Níu manna fjölskylda á flótta frá Sýrlandi mun flytja inn í húsið Steinnes sem stendur við íþróttasvæði Þórs um næstu mánaðarmót. Þetta kemur fram á vef RÚV. Akureyrarbær hafði áður tekið þá ákvörðun að húsið yrði rifið til þess að bæta aðstöðu á Þórssvæðinu. Því hefur þó verið frestað.

Fyrrum eigandi Steinness, Níels Karlsson, er mjög ósáttur við vinnubrögð Akureyrarbæjar en hann segir að bærinn hafi gefið þeim hjónum tvo kosti, að bærinn tæki húsið eignarnámi eða að þau myndu selja bænum húsið. Ástæðan var, eins og áður hefur fram komið, að samkvæmt aðalskipulagi átti að rífa húsið. Þau seldu því bænum húsið árið 2008 og hafa leigt það af bænum síðan þá en er gert að flytja út um næstu mánaðarmót. Níels segir að hjónin hafi beðið um að fá að framlengja leigusamning sinn við bæinn en við því hafi ekki verið orðið.

Akureyrarbær hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að bærinn hafi engan hag af því að eignast húsið nema þann að geta byggt upp íþróttasvæðið í kring. Þar sem því hefur verið frestað hefur verið ákveðið að nýta það fyrir sýrlensku flóttafjölskylduna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó