Flutti til Akureyrar til þess að læra skapandi tónlist

Mynd: Kaspars Teilāns

Diana Sus er söngkona og lagahöfundur frá Lettlandi sem flutti til Akureyrar síðasta haust. Diana hefur verið búsett á Íslandi í rúmt ár en flutti til Akureyrar til þess að sækja nám á nýrri braut Tónlistarskólans á Akureyrir sem kallast „Skapandi tónlist“.

Diana Sus gaf nýverið út myndband sem inniheldur lifandi flutning af lagi hennar „Just Begun”, einnig kallað „Moso song” þar sem það er tileinkað Mosfellsbæ.

Tónlist hennar er, að eigin sögn, býsna fjölbreytt en hún spilar m.a indie rokk , þjóðlagatónlist, rockabilly og jazz.

„Það er ævintýri líkast að finna sig á Íslandi, en mér líkar mjög vel við tónlistarumhverfið hér. Það er mögulega ein af aðalástæðunum fyrir því að ég er hér enn,“ segir Diana.

Eins og greint var frá hér fyrir ofan kom innblástur lagsins frá Mosfellsbæ, þar sem hún var búsett síðasta sumar.

„Ég hugsaði um það þegar vorið tekur yfir Esjuna og allur snjórinn bráðnar, það minnir mig á hvernig  ferðalagið mitt á Íslandi byrjaði.“

Myndbandið var tekið upp í síðustu heimsókn hennar í Riga, Lettlandi , í samstarfi við Dice Throw Films, RecMore Media og “Zikurats” venue.

Ásamt því að stunda tónlistarnám vinnur Diana þessa dagana að nýju efni, iðkar kvikmynda leiklist og vinnur hörðum höndum við að undirbúa nýja jazz og rythma hátíð sem mun eiga sér stað á Akureyri á þessu ári.

Næstu tónleikar hennar eru áætlaðir í Maí en hægt er að fylgjast með henni á Facebook og Instagram. 

Myndband Diönu við lagið Just Begun má sjá hér að neðan.

https://www.facebook.com/DianaSusMusic/videos/2073038922952092/UzpfSTY0NjEyODUxMjoxMDE1NTM2ODkyMzM0MzUxMw/

UMMÆLI

Sambíó