NTC netdagar

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás á Akureyri í nótt

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás á Akureyri í nótt

Einstaklingur var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás á Akureyri í nótt. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglunnar á Akureyri.

Ekki er talið að einstaklingurinn sé alvarlega særður eftir árásina. Eitthvað var um slagsmál á Akureyri í nótt og alls voru þrír í fangageymslum lögreglunnar á Akureyri eftir nóttina.

Jafn­framt komu upp ein­hver fíkni­efna­mál og nokkr­ir voru tekn­ir fyr­ir akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is eða fíkni­efna.

Sambíó

UMMÆLI