Fögnuðu sigri á Pollamótinu með umhverfisvænni „flugeldasýningu“

Fögnuðu sigri á Pollamótinu með umhverfisvænni „flugeldasýningu“

Knattspyrnuliðið Vinir Linta sigraði sína deild á Pollamóti Þórs sem fór fram um helgina. Liðið fagnaði sigrinum vel og rapparinn Halldór Kristinn Harðarson, einn leikmaður liðsins, bauð til að mynda upp á umhverfisvæna flugeldasýningu sem má sjá á myndbandinu hér að neðan.

Nánar má lesa um Pollamótið hér.

Liðsfélagi Halldórs, fréttamaðurinn Óðinn Svan Óðinsson, birti myndband af flugeldasýningunni á Twitter síðu sinni í dag. Myndbandið hefur slegið í gegn og fengið yfir eitt þúsund „like“ og yfir 14 þúsund áhorf.

UMMÆLI