Foreldrar eru mikilvægastir þegar kemur að forvörnum

Foreldrar eru mikilvægastir þegar kemur að forvörnum

Á miðvikudaginn fór fram vel heppnað málþing í Hofi . Yfirskrift málþingsins var Unga fólkið okkar – hvert erum við að stefna. FÉLAK – félagsmiðstöðvar Akureyrarbæjar, Lögreglan á Akureyri, Verkmennta- og Menntaskólinn á Akureyri tóku höndum saman og stóðu að málþinginu. 

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur frá Rannsókn og greiningu kynnti niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk á Akureyri, Halla Bergþóra lögreglustjóri á Akureyri hélt erindi og að lokum ræddi Jón Áki Jensen geðlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri um orsakir og afleiðingar vímuefnanotkunnar. 

Rúmlega 200 manns mættu á málþingið og hlýddu á erindin. Að loknum erindum var pallborðsumræða þar sem Jón Áki og Margrét sátu ásamt fulltrúa frá barnavernd, skólastjórum framhaldsskólana á Akureyri, fovarnar- og félagsmálaráðgjafa og formanni skólafélagsins Hugins í MA. Þannig fengu gestir tækifæri til að spyrja spurninga og nýtu það vel. 

Í lok málþingsins gátu gestir skoða tæki og tól til neyslu hjá lögreglunni og svarar ýmsum spurningum. Starfsfólk ungmennahúss og félagsmiðstöðva voru einnig tilbúin í spjall og kynntu sína dagskrár. 

Ljóst er af niðurstöðum rannsókna og greiningar að unga fólkið okkar er að standa sig frábærlega. Hins vegar vakti athygli mikil notkun orkudrykkja og eins eins að börnin okkar sofa ekki nóg. Áhyggjur eru einnig af stóraukinni notkun á rafrettum og ljóst að árangur sem náðst hefur í tóbaksreykingum hefur að töluverðu leyti tapast.  Lögreglustjórinn á Akureyri sagði meðal annars frá athyglisverðu samstarfi heilbrigðisfólks og lögreglu við unga fíkniefnaneytendur.

Jón Áki geðlæknir á SAK ræddi meðal annars um alvarleika marijuana neyslu og deildi áhyggjum sínum af frjálslegu viðhorfi ungs fólks til þess en greinileg fylgni er milli aukins þunglyndis, kvíða, minnkaðrar greindar og í alvarlegum tilfellum geðrof sem veldur varanlegum skaða.

Málþingið tókst vel til og var fólk almennt sammála um að gera betur þegar unnið er saman að málefnum unga fólksins.

UMMÆLI

Sambíó