Foreldrar smíðuðu fótboltavöll í Glerárhverfi

Foreldrar smíðuðu fótboltavöll í Glerárhverfi

Nokkrir foreldrar í Glerárhverfi á Akureyri tóku sig saman í vor og smíðuðu lítinn fótboltavöll í hverfinu fyrir krakka. Völlurinn er svokallaður battavöllur, lítill fótboltavöllur með trégirðingum allt í kring. Frá þessu er greint á vef Vikudags.

Þar kemur fram að lítill sem enginn kostnaður hafi falist í verkefninu. Girðingin sé gerð úr vörubrettum.

Akureyrarbær hefur nú lofað að redda tveimur mörkum í Seljahlíðarskóginn þar sem völlurinn stendur.

„Börnin eru alsæl með þetta framtak og við vonum að völlurinn verði mikið notaður í sumar,“ segir Sigrún Björk Sigurðardóttir, foreldri í hverfinu í samtali við Vikudag.

UMMÆLI