Forest Fires á lista yfir fallegustu lög í heimi

Mynd: Melanie Marsman

Lagið Forest Fires eftir Húsvíkinginn Axel Flóvent var nýlega valið á lista tónlistarveitunnar Spotify yfir fallegustu lög í heimi. 80 lög eru á listanum en Forest Fires er fyrsta lagið á listanum. 1.156.295 manns eru fylgjendur listans en laginu Forest Fires hefur verið streymt í yfir 16 milljón skipti á tónlistarveitunni.

Axel Flóvent gaf frá sér 5 laga plötuna Quiet Eyes í vor. Lagið Forest Fires var fyrsta lagið sem Axel sendi frá sér, árið 2015. Það varð gríðarlega vinsælt á heimsvísu og kom honum á kortið. Axel er á samning við plötufyrirtækið Sony og hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu undanfarið ár.

Forest Fires er ekki eina íslenska lagið á listanum en lagið Particles með Ólafi Arnalds og Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur, söngkonu hljómsveitarinnar Of Monsters and Men er í 6. sæti listans. Hægt er að hlusta á lagið Forest Fires og öll hin fallegustu lögin hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI