Færeyjar 2024

Fóru í Brynju með Jónsa í svörtum fötum


Síðuskóli tryggði sér á dögunum sæti í úrslitum Skólahreysti árið 2017 en liðið vann Akureyrarriðilinn með glæsibrag. Lið Síðuskóla átti titil að verja frá því í fyrra og voru ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll þann 26. apríl. Lið Síðuskóla skipa þau Guðni, Eygló, Hulda Karen, Ragúel, Embla og Unnar.

Í tilefni sigursins bauð kynnir keppninnar, Jón Jósep Snæbjörnsson sem kenndur er við hljómsveitina Í svörtum fötum krökkunum í ísbíltúr. Myndbandið má sjá hér að neðan.

UMMÆLI