beint flug til Færeyja

Forysta og samskipti – Hildigunnur Svavarsdóttir

Forysta og samskipti – Hildigunnur Svavarsdóttir

Nýr þáttur af hlaðvarpinu Forysta og samskipti er kominn í loftið. Umsjónarmaður er Sigurður Ragnarsson lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri og stjórnenda- og forystuþjálfari.

Gestur Sigurðar í þessum þætti er Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Hildigunnur hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi og forystumanneskja og er m.a. fyrrum framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fyrrum skólastjóri Sjúkraflutningaskólans auk þess sem hún hefur verið formaður Landssambands heilbrigðisstofnana og setið í stjórnum fagfélaga hérlendis sem erlendis. Hún starfaði einnig lengi sem lektor við Háskólann á Akureyri. Hildigunnur segir okkur frá ýmsum þáttum í starfi sínu á sviði forystu og samskipta, og ræðir m.a. hvernig má byggja upp öflug teymi. Hún kemur líka inná mikilvægi þess að nota mýkt við að leiða og hvað felst í leiðtogafærni. Margt fleira kemur til tals eins og mikilvægi þess að hafa bæði trú á sjálfum sér og öðrum og að deila ábyrgð til þess að valdefla fólk.

Hér er hægt að horfa á myndband og hlusta.

Hér er hægt að hlusta á hlaðvarpið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó