Föstudagsfjör í Braggaparkinu

Föstudagsfjör í Braggaparkinu

Steinar Fjeldsted þeytir skífum og partýskálin verður opin í Braggaparkinu í dag í tilefni Listasumars.

Það kannast eflaust flestir við Steinar Fjeldsted en hann hefur svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli. Kappinn stofnaði sína fyrstu hljómsveit aðeins 9 ára gamall en hann sló ekki í gegn fyrr en tíu árum seinna og þá með hljómsveitinni sinni Quarashi.

Tónlist hefur ávallt spilað stórt hlutverk í lífi Steina en hann ætlar að þeyta skífum í Braggaparkinu í tilefni Listasumars. Skálin verður einnig skreytt litríkum ljósum sem dansa í takt við vinsælustu tónlist landsins. Sannkölluð Partýskál. Sjón er sögu ríkari.

Enginn aðgangseyrir verður í Braggaparkið á milli kl. 20 til 22. Lánsbretti og hlaupahjól verða á staðnum á staðnum.

Partýskálin er í boði Elko og viðburðurinn er styrktur af Listasumri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó