NTC netdagar

Frábær árangur UFA á Meistaramóti Íslands

Sunna Þórhallsdóttir

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir  15-22 ára fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi. Sjö keppendur frá Ungmennafélagi Akureyrar, UFA, stóðu sig með stakri prýði og og hlutu samtals 19 verðlaun auk þess sem flestir bættu sinni persónulega árangur í einhverri grein.

Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir varð Íslandsmeistari í þremur greinum í flokki 15 ára stúlkna, í 60 og 200 metra hlaupum og langstökki.

Sunna Þórhallsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki stúlkna 16-17 ára. Ragúel Pino Alexanderson varð fjórfaldur Íslandsmeistari í flokki 16-17 ára flokki, í 200 og 400 metra hlaupi, 60 metra grindahlaupi og langstökki. Hann hlaut einnig silfurverðlaun í 60 metra hlaupi og bronsverðlaun í kúluvarpi og stangarstökki.

Gunnar Eyjólfsson varð Íslandsmeistari í 60 metra grindahlaupi og langstökki pilta 20-22 ára. Hann hlaut einnig silfurverðlaun í stangarstökki og bronsverðlaun í 60 metra hlaupi og kúluvarpi.

Kolbrún Perla Þórhallsdóttir fékk silfur í kúluvarpi 15 ára stúlkna og Sunneva Kristjánsdóttir hlaut bronsverðlaun í hástökki stúlkna 16-17 ára. Bóas Kár Ketilsson bætti sinn persónulega árangur í báðum greinunum sem hann tók þátt í, 60 metra hlaupi og hástökki en hann keppir í flokki 16-17 ára pilta.

 

 

UMMÆLI

Sambíó