NTC netdagar

Frábær sigur KA í Grindavík

KA menn unnu gífurlega mikilvægan sigur á Grindavík í Pepsi deild karla í Grindavík í dag. Þetta var fyrsti sigur KA á Grindavík í 11 ár.

Grindvíkingar komust yfir í upphafi leiks en Húsvíkingurinn Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metinn á 31. mínútu.

Ýmir Már Geirsson tryggði KA frábæran sigur með marki á 92. mínútu.

Dramatík í Grindavík en virkilega öflugur sigur KA manna sem eru nú komnir með 15 stig í deildinni og eru að spila vel þessa dagana. Nánari umfjöllun um leikinn má finna á heimasíðu KA.

Grindavík 1 – 2 KA
1-0 Alexander Veigar Þórarinsson (‘8)
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson (’31)
1-2 Ýmir Már Geirsson (’92)

UMMÆLI